Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri – Nýtt deiliskipulag
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 1. desember 2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri í Borgarbyggð.
Tillagan tekur til landnotkunarreits Þ1 á þéttbýlisuppdrætti Hvanneyrar og fyrirhugaðrar uppbyggingar. Norðvestast á Þ1 reitnum stendur þegar bútæknihús og nú eru skilgreindar tvær nýjar lóðir innan skipulagssvæðis deiliskipulagsins. Önnur nýja lóðin er ætluð undir jarðræktarmiðstöð og hin undir gróðurhús. Samanlagt byggingarmagn lóðanna er 4500fm og nýtingarhlutfall 0.35. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 14. desember 2023 til og með 25. janúar 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 8. desember, 2023.