Miðgarður í landi Miklagarðs-Ánastaða í Borgarbyggð – Nýtt deiliskipulag
Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Miðgarð í Borgarbyggð.
Miðgarður í landi Miklagarðs-Ánastaða í Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 03.11.2023 að auglýsa lýsingu að nýju deiliskipulagi fyrir Miðgarð í Borgarbyggð.
Lýsingin tekur til einnar lóðar í landi Miklagarðs-Ánastaða. Fyrirhugað er að reisa þar frístundahús og með tímanum einnig hesthús, skemmu og gestahús. Lóðin er 6ha að stærð og er á landbúnaðarlandi. Aðkoman er um ónefndan veg frá Hraunhreppsvegi (540). Áætlunin byggir á breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í núgildandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 13.11.2023 til og með 29.11.2023 og er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar undir skipulagsauglýsingar.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna á kynningartíma. Ábendingum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 13. nóvember, 2023.