Verslun og þjónusta í Húsafelli, Ásendi 12 – Breyting á deiliskipulagi.
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í Húsafelli í Borgarbyggð.
Ásendi 12 – Húsafelli
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 03.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í Húsafelli í Borgarbyggð frá árinu 2014 m.s.br.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði á Húsafelli frá árinu 2014 m.s.br. Breytingin felst í því að lóð hótelsins, Ásendi 12 (L222409) er stækkuð til vesturs inn á óbyggt svæði að aðliggjandi sumarhúsalóðum. Aðliggjandi frístundahús eru Ásendi 1, 2, 10 og Stuttárbotnar 9 og 10. Hótellóðin stækkar um 1488fm en fyrir breytingu er hún 8527fm en verður 10015fm eftir stækkun. Byggingarreiturinn stækkar um 576fm og verður eftir þetta 2997fm að stærð. Fjöldi hótelherbergja eykst við þetta um 12 eða úr 48 í 60. Landnotkun í aðalskipulagi er verslun- og þjónusta (S4) þar sem skilgreind er verslun, gisti- og veitingarekstur. Skipulagssvæðið er 4,1 ha að stærð áfram en afmörkun er breytt svo stækkunin rúmist innan skilgreinds verslunar og þjónustusvæðis. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 13.11.2023 til og með 27.12.2023 og er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar undir skipulagsauglýsingar.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 13. nóvember, 2023.