Niðurskógur Húsafelli, Hraunbrekkur 34 deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 6. janúar 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Niðurskóg í landi Húsafells 3.
Breytingin tekur til lóðar við Hraunbrekkur 34 og felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar er stækkaður og hliðrað til vesturs. Heimilað byggingarmagn er aukið úr 150 fm í 230 fm. Með breytingunni fellur áætlað frístundahús betur að landslagi og gróðurfari svæðisins. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða vegna stækkunar á frístundabyggðarsvæðinu vegna hliðrunar á byggingarreit Hraunbrekkna 34.
Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 8. febrúar til og með 23. mars 2023. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við áætlunina og er frestur til að skila inn athugasemdum til 23. mars 2023. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 8. febrúar 2023.