Flókagata Munaðarnesi

Flókagata Munaðarnesi
Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst lýsing að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar svk. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 3. febrúar að auglýsa lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Flókagötu í Munaðarnesi, Borgarbyggð.

Deiliskipulagssvæðið er innan frístundabyggðar F62 og að hluta til innan landbúnaðarsvæðis í landi Munaðarness. Svæðið tekur til 7,3 ha og innan þess eru þegar 6 frístundalóðir og er fyrirhugað að bæta við 6 nýjum lóðum. Lóðirnar verða á bilinu 3451-8006 fm að stærð. Aðkoma er um Flókagötu sem tengist Klapparás niður að Hringvegi (1). Sunnan við skipulagssvæðið er gilt deiliskipulag, Deiliskipulag 4. áfanga fyrir Selás frá árinu 1997, og verður skipulagssvæði þeirra minnkað með tilkomu nýrra lóða við Flókagötu.

Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 21. febrúar til og með 9. mars 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 9. mars 2023. Ábendingum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 21. febrúar 2023.