Brúartorg Borgarnesi, Digranesgata 4 – deiliskipulagsbreyting

Brúartorg Borgarnesi, Digranesgata 4 – deiliskipulagsbreyting
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu deiliskipulags í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. september að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Brúartorg, Borgarnesi frá árinu 2000 m.s.br.

Breytingin tekur til lóðarinnar Digranesgata 4 (lnr. 199193). Fyrirhugað er að setja upp hraðhleðslustöð á nýja lóð innan við núverandi bílastæði á lóðinni. Digranesgötu 4 verður skipt í tvær lóðir, Digranesgötu 4 og 4c. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 21. september til og með 3. nóvember 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 3. nóvember en þeim skal skila í Skiplagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 21. september 2023.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar