Fundargerð
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
235. fundur
21. nóvember 2024 kl. 10:15 - 11:00
á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Hæll L134412 - Umsókn um stöðuleyfi_Vindmælir
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir lidarmæli til að safna gögnum vegna veður- og vindmælinga. Umfang mælibúnaðar er 3m2 og hæð á mælibúnaði 3m Fyrirhuguð notkun: Vindælingar Staðsetning: Hæll í Borgarbyggð (L134412) Samþykki landeiganda liggur fyrir.
Um er að ræða endurnýjun á eldra stöðuleyfi.
2. Iðunnarstaðir 134341 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir tveimur starfsmannahúsum. Mhl-14 og mhl-15. Húsin eru 36m2 hvort um sig.
Undirstöður eru steyptir bitar á frostfrýrri burðarfyllingu. Burðarvirki er timbur.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Guðjón Þórir Sigfússon.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
3. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Brúartorg 8
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu yfir inngang í verslun. Stærð 32m2.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Gunnar Örn Sigurðsson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
4. Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi sumarhúsi. Stækkun alls: 54.4m2
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Eiríkur Vignir Pálsson
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
5. Umsókn um stöðuleyfi_Lækjarvegur 11
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 ft.gám.
Gámurinn verður staðsetttur á lóðinni Lækjarvegur 11. (L-187695)
Fyrirhuguð notkun: Geymsla vegna fyrirhugaðra framkvæmda.